Innlent

Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
„Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð.
„Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. Vísir
Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, segir að svo mætti telja að hlutabréf í fylgi Guðna Th. Jóhannessonar séu í frjálsu falli. Mælist hann með 49 prósenta stuðning í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis og tapaði hann sjö prósentum minna fylgi frá síðustu könnun.

„Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli og enginn myndi kaupa þau en við vitum ekkert um það,“ sagði Davíð í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í kvöld. Davíð sjálfur mælist með 12,4 prósent í sömu skoðanakönnun en hann segir að margt sé enn óvíst enda margir óákveðnir enn.

„Ég held að ég hafi byrjað fyrst með þrjú, svo þrettán prósent, svo sautján, svo tuttugu prósent. Þessi könnun ykkar er öðruvísi eins og þær hafa verið. Það sem mér finnst athyglisverðast við þessara kannanir er aðeins tveimur dögum fyrir kosningar eru aðeins 49 prósent sem er búin að taka afstöðu og það held ég að hafi ekki gerst tveim dögum fyrir kosningar áður,“ sagði Davíð.

„Meira en helmingur kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn. Þetta er dálítið óvenjulegt og annar aðdragandi en vant er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×