Innlent

Dauðsfallið á Hvammstanga: Málið fer til ríkissaksóknara fyrir mánaðarmót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga Visir/jón sigurður
„Við náum ekki að klára málið í þessari viku,“ segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri.

Hann reiknar með því að rannsókn lögreglu á meintri líkamsárás á Hvammstanga í júní, sem leiddi til dauðsfalls bæjarbúa, ljúki fyrir mánaðarmót.

Þegar rannsókninni líkur verður málið síðan í framhaldinu sent áfram til ríkissaksóknara.

Réttarmeinafræðingur skilaði niðurstöðu úr krufningu til lögreglu um síðustu mánaðarmót. Gunnar sagði við fréttastofu í síðustu viku að niðurstöðurnar staðfesti bráðabirgðaniðurstöður þess efnis að Tomasz Krzeczkowsk hafi látist af völdum áverka á höfði sem hann hlaut við fall.

Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu þar sem Tomasz fannst látinn þann 18. júní, sæta farbanni.

„Vonandi klárast rannsóknin í næstu viku, þetta tekur alltaf ákveðin tíma og menn verða bara að sýna þolinmæði,“ segir Gunnar í samtali við Vísi.

Saksóknari mun síðan taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu.


Tengdar fréttir

Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar

Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×