Erlent

Dauðaleit að ebólusýktri konu í Síerra Leóne

Bjarki Ármannsson skrifar
Afgirt svæði í Gíneu þar sem læknar gera hvað þeir geta að berjast gegn veirunni.
Afgirt svæði í Gíneu þar sem læknar gera hvað þeir geta að berjast gegn veirunni. Nordicphotos/AFP
Örvæntingarfull leit stendur yfir um þessar mundir í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, að Ebólusýktri konu sem var flutt af spítala af ættingjum sínum.

BBC greinir frá. Útvarpsstöðvar víða um landið kalla eftir hjálp við að hafa uppi á konunni, sem er fyrsta manneskjan sem greinist með Ebólu í borginni. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Síerra Leóne segir að fjölskylda sjúklingsins hafi ráðist inn á King Harman Road spítalann og numið hana á brott.

Skæðasti ebólufaraldur sögunnar stendur nú yfir í vesturhluta Afríku og hefur veiran grandað um 660 manns síðan í febrúar. Um níutíu prósent þeirra sem smitast af veirunni deyja af völdum hennar.


Tengdar fréttir

Afríkuríki funda vegna ebólufaraldurs

Frá því í febrúar hafa 763 smitast af veirunni og þar af hafa 468 látist. Flest tilfelli hafa komið upp í Gíneu, þar sem faraldurinn hófst. Síðan þá hefur hann breiðst út til Líberíu og Sierra Leone og er nú orðinn stærsti ebólufaraldur í sögunni.

Ebólufaraldurinn sá banvænasti í sögunni

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu ebóluvírussins í Afríku sem hefur dregið rúmlega 400 manns til bana.

Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum

Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×