Viðskipti innlent

Darri nýr formaður NOR

Sæunn Gísladóttir skrifar
Darri Ásbjörnsson er formaður Félags Íslenskra sjóntækjafræðinga.
Darri Ásbjörnsson er formaður Félags Íslenskra sjóntækjafræðinga. Mynd/DÁ
Nú á dögunum tók formaður Félags Íslenskra sjóntækjafræðinga, Darri Ásbjörnsson við formennsku NOR. NOR stendur fyrir Nordisk Optiker Råd.   

Félagið var stofnað 1947 og eru haldnir fundir ár hvert.  Í NOR sitja fulltúar norðurlandanna frá: Íslandi, Danmörku, Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi. Undir NOR heyra um 6.700 sjóntækjafræðingar segir í tilkynningu.

Á fundum NOR eru rædd ýmis mál sem koma að starfi Sjóntækjafræðinga á Norðurlöndum td. pólitikina, framvindu menntunnar, fjármál og vinnuumhverfi. Eitt það mikilvægasta á fundunum er skýrsla um framvindu starfsgreinarinnar innan hvers lands. Á þessu ári eru 12 ár síðan Ísenskir Sjóntækjafræðingar fengu sett í lög og viðurkennt starfsheitð Sjóntækjafræðingur og fengu að starfa sem slíkir. 

Til að verða Sjóntækjafræðingur verður að fara erlendis í nám og hafa flestir sótt námið til Norðurlandanna. Nærsýni er að aukast og ef fer sem horfir þá verður helmingur mannkinsins orðinn nærsýnn árið 2050. Árið 2000 var nærsýni um 23 prósent á heimsvísu. Rannsóknir sýna að tölvunotkun ýti undir að nærsýni þróist. Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi með að börnin séu ekki of lengi í tölvu í einu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×