Lífið

Darri Ingólfs í Stalker: Leikur nasista sem hrellir fjölskyldu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Íslenski leikarinn Darri Ingólfsson fór með stórt hlutverk í bandaríska sjónvarpsþættinum Stalker sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í þættinum fór Darri með hlutverk nasista sem hrellti fjölskyldu manns sem hafði snúið við blaðinu og tileinkað sér fordómalausan lífsstíl.

Darri tjáði sig stuttlega um hlutverkið í Stalker í samtali við Fréttablaðið fyrir stuttu en það er Dylan McDermott og Maggie Q sem fara með aðalhlutverkin í þáttunum.

„Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ 

Hér fyrir ofan má sjá frammistöðu Darra í þætti gærkvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×