Golf

Darren Clarke á að verja Ryder-bikarinn fyrir Evrópu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Darren Clarke er afar vinsæll kylfingur.
Darren Clarke er afar vinsæll kylfingur. vísir/getty
Norður-Írinn Darren Clarke verður liðsstjóri Evrópu í næsta Ryder-bikar, en þetta var tilkynnt í dag.

Þetta kemur ekkert rosalega á óvart. Hann var talinn líklegastur til að stýra liðinu eftir að vera aðstoðarmaður síðustu tveggja liðsstjóra í sigrum á Medinah og Celtic Manor.

Spænski töffarinn Miguel Ángel Jiménez var í raun eini sem ógnaði Clarke, en hann hefur í þrígang verði aðstoðarliðsstjóri á sínum langa og farsæla ferli.

Fimm manna nefnd sem í sitja m.a. Paul McGinley, José María Olazábal og Colin Montgomerie hittust í dag til að kjósa um hver færi fyrir evrópska liðinu í Minnesota haustið 2016.

Darren Clarke fær því það hlutverk að verja Ryder-bikarinn sem Evrópa hefur nú haldið síðan 2010. Evrópa hefur unnið síðustu þrjá Ryder-bikara og átta af síðustu tíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×