Lífið

Dapur árangur í Eurovision vekur upp minningar frá mögru árunum okkar

Birgir Olgeirsson skrifar
Þegar var ljóst að Greta Salóme væri ekki á meðal keppenda í úrslitum Eurovision í ár vakti það upp minningar frá mögru árum Íslands í Eurovision.
Þegar var ljóst að Greta Salóme væri ekki á meðal keppenda í úrslitum Eurovision í ár vakti það upp minningar frá mögru árum Íslands í Eurovision. Vísir/EPA/Getty
Ísland hefur sjö sinnum komist í úrslit söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að undanriðlafyrirkomulaginu var komið á árið 2004. Fimm sinnum höfum við ekki komist í úrslit. 

Margir eru eflaust súrir yfir því að Greta Salóme komst ekki upp úr undanriðli sínum í gærkvöldi en vert er að hafa í huga að Eurovision-keppnin er afar hörð og ekkert sjálfgefið að komast í úrslit ár eftir ár. 

Þurftum ekki að fara í undariðil vegna árangurs Birgittu

Árið 2004 var í fyrsta sinn haldinn undanriðill þar sem þjóðir kepptust um að komast í úrslitin. Stóru löndin fimm, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Bretland og Ítalía, voru undanskilin þeim undanriðli ásamt gestgjafanum Tyrkjum og þeim þjóðum sem höfðu hafnað í tíu efstu sætunum árið áður.

Þar hafði Birgitta Haukdal tryggt okkur áttunda sætið og þurfti því Jónsi ekki að fara í gegnum undanriðilinn árið 2004 með lagið Heaven en hann hafnaði í 19. sæti í keppninni.

Selma dugði ekki til

Árið 2005 sendu Íslendingar Selmu Björnsdóttur út með lagið If I Had Your Love. Íslendingar voru afar vongóðir líkt og venjulega en þurftu að sætta sig við þá súru niðurstöðu að komast ekki í úrslitin það ár, og það með Selmu sem hafði notið fádæma vinsælda í Eurovision-keppninni árið 1999 þegar hún hafnaði í öðru sæti með lagið All Out of Luck.



Evrópa hafði ekki húmor fyrir Silvíu

Ári síðar, 2006,  hélt Ríkisútvarpið undankeppni á ný þar sem þjóðin valdi Silvíu Nótt með lagið Til hamingju Ísland sem framlag sitt. Silvía breytti nafni sínu í Silvia Night og lagið fékk ensku þýðinguna Congratulations.

Evrópa hafði engan húmor fyrir þessari ádeilu leikkonunnar Ágústu Evu sem fór alla leið með þennan karakter og var púað á hann áður en hún steig á svið. Hún komst ekki upp úr undanriðlinum.

Sagði Austur Evrópu hafa lýst yfir stríði

Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine Lost árið 2007. Hann komst ekki áfram í úrslitin og var harðorður eftir keppnina þar sem hann gagnrýndi þjóðirnar í Austur-Evrópa og sagði þær hafa myndað kosningabandalag gegn þjóðum í Vestur-Evrópu. „Austur-Evrópa hefur lýst yfir stríði og við skulum berjast á mót.

Ekkert atkvæði ætti að fara annað en til Finna eða Svía,“ sagði Eiríkur eftir að hafa fallið úr keppni í sínum undanriðli. Hann bætti við að hann vonaði að sigurlagið kæmi ekki úr austri og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhvern tímann upp úr feni undankvöldanna.

Fyrirkomulaginu breytt árið 2008

Árið 2008 var fyrirkomulag undankvöldanna breytt og haldin tvö í stað eins í Eurovision. Íslendingar sendu Íslendingar síðan Eurobandið með diskóslagarann This Is My Life og komust við loksins upp úr undanriðlinum. Í úrslitunum hafnaði Eurobandið í fjórtánda sæti með 64 stig.

Árið 2009 fór Jóhanna Guðrún út með lagið Is it True. Hún flaut inn í úrslitin og hafnaði í öðru sæti með 218 stig.

Árið 2010 sendu Íslendingar Heru Björk út með lagið Je ne sais quoi. Hera komst einnig í úrslitin en hafnaði í 20. sæti með 41 stig.

Vinir Sjonna voru sendir út árið 2011 með lagið Coming Home. Þeir höfnuðu í 20. sæti með 61 stig.

Greta Salóme og Jónsi fóru út fyrir hönd Íslands árið 2012 með lagið Never Forget sem komst í úrslit en hafnaði í 20. sæti með 46 stig. 

Eyþór Ingi Gunnlaugsson fór út árið 2013 með lagið Ég á líf, komst í úrslit þar sem hann hafði í 17. sæti með 47 stig.

2104 fóru Pollapönkarar út með lagi No Prejudice þar sem þeir komust í úrslit en höfnuðu þar í 15. sæti með 58 stig.

Hefði verið í áttunda skiptið í röð

Árið 2015 reyndu Íslendingar að komast í úrslitin í áttunda skiptið í röð. Það hefði verið ágætis árangur þar sem sumar þjóðir hafa horft upp á að komast ekki í úrslit fjölda ára í röð og jafnvel gengið svo langt að draga sig úr keppni. 

Svo fór að María Ólafs komst ekki úr undanriðlinum árið 2015 með lagið Unbroken og svo í gær horfðu við upp á þegar nafn Íslands var ekki á meðal þeirra sem komust upp úr undanriðlinum.

  • 2005 Selma If I Had Your Love. Komst ekki áfram.
  • 2006 Silvia Night Congratulations. Komst ekki áfram.
  • 2007 Eiríkur Hauksson Valentine´s Lost. Komst ekki áfram.
  • 2008 Eurobandið This Is My Life. Komst áfram. Hafnaði í 14. sæti.
  • 2009 Jóhanna Guðrún Is It True. Komst áfram. Hafnaði í 2. sæti.
  • 2010 Hera Björk Je ne sais quoi. Komst áfram. Hafnaði í 20. sæti.
  • 2011 Vinir Sjonna Coming Home. Komust áfram. Höfnuðu í 20. sæti.
  • 2012 Greta Salome og Jónsi Never Forget. Komust áfram. Höfnuðu í 20. sæti. 
  • 2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf. Komst áfram. Hafnaði í 17. sæti.
  • 2014 Pollapönk No Prejudice. Komst áfram. Hafnaði í 15. sæti.
  • 2015 María Ólafsdóttir Unbroken. Komst ekki áfram. 
  • 2016 Greta Salóme Hear Them Calling. Komst ekki áfram. 

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×