Innlent

Danskt naut í SS pylsunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í sumar er ekki alíslenskt kjöt í pylsunum frá SS. fréttablaðið/ valli
Í sumar er ekki alíslenskt kjöt í pylsunum frá SS. fréttablaðið/ valli
Vegna mikils skorts á íslensku nautakjöti hefur Sláturfélag Suðurlands gripið til þess ráðs að nota danskt nautakjöt.

Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS á Hvolsvelli, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé stefna fyrirtækisins að nota einungis íslenskt kjöt en til þessa neyðarúrræðis hafi verið gripið í sumar. „Þetta er mjög sárt en við urðum að tryggja það að Íslendingar fengju SS pylsur,“ segir hann.

Guðmundur sagði við vef Viðskiptablaðsins að byrjað hefði verið að nota danska nautakjötið í júní en það verði tekið út í lok sumars. Pylsur eru gerðar úr blöndu af nautakjöti, svínakjöti og lambakjöti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×