Lífið

Dansarar eru mennskir

undir áhrifum frá Hunter Brandon Flowers syngur vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir.
undir áhrifum frá Hunter Brandon Flowers syngur vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir.

Vinsælasta lagið á Íslandi í dag er „Human“ með The Killers frá Las Vegas. Texti lagsins hefur valdið ruglingi og deilum, sérstaklega línan „Are we human or are we dancer?“ – „Erum við mennskir eða erum við dansari?“. Þegar lagið kom út kallaði Entertainment Weekly textann „heimskulegasta texta ársins“ enda „eru flestir dansarar mennskir“. Rolling Stone kallaði línuna „klassíska Killers þvælu“.

Á heimasíðu Killers má lesa að texti lagsins sé undir áhrifum frá ummælum Hunters S. Thompsons sem skrifaði „við erum að ala upp kynslóð dansara“ og meinti að fólk dansaði bara sporin sem væri búið að kenna því. Brandon Flowers söngvari bandsins er pirraður yfir ruglingnum. „Ég tók þessa tilvitnum frá Hunter og fór á flug með hana. Líklega pirrar það fólk að textinn sé ekki málfræðilega réttur en ég geri bara það sem mér sýnist.“

Í textanum segir á einum stað: „Sometimes I get nervous when I see an open door“. Brandon er sem sagt að syngja um hversu erfitt sé að ganga gegn þeim hefðum og venjum sem þjóðfélagið hefur kennt okkur. - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×