Menning

Dansar á mörkum málverka og skúlptúra

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því,“ segir Logi.
"Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því,“ segir Logi.
„Þetta er málverkasýning, sett fram á annan hátt en algengast er því sumt er þar á mörkum málverka og skúlptúra,“ segir Logi Bjarnason sem opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar á laugardaginn milli 13 og 16.

„Ég leik mér svolítið með hugtökin skúlptúr, málverk, gjörningur og líka með hið hlutbundna og óhlutbundna. Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því eða tengja við eitthvað sem þeim finnst kunnuglegt,“ heldur hann áfram.

„Ég lærði ýmsar tilraunakenndar aðferðir úti í Þýskalandi svo ég hef tileinkað mér ýmsa tækni. Samt er ég málari í grunninn.“

Skúlptúr gerður eftir hlaupaleiðunum í Borgarnesi.
Logi er úr Borgarnesi, býst hann við að Borgnesingar geti tengt sig við eitthvað á sýningunni? „Já, örugglega. Einn skúlptúrinn er til dæmis gerður eftir hlaupaleiðunum í bænum.“

Eftir nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Städelschule í Frankfurt er Logi sestur að í Reykjavík og er meðal þeirra sem á verk á sýningunni Nýmálað 1 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Skyldi hann sitja mikið á kaffihúsum?  „Já, ég geri það,“ svarar hann hlæjandi. „Ég er einn af þessum lattelepjandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×