Erlent

Danir rannsaka erfðaefni laxa

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stórum löxum fækkar í Evrópu, að sögn dansks prófessors.
Stórum löxum fækkar í Evrópu, að sögn dansks prófessors. vísir/eyþór
Danskur prófessor, Einar Eg Nielsen, rannsakar nú hvort erfðaefni laxa og lífsskilyrði hafi áhrif á stærð þeirra. Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir prófessorinn að meginmarkmiðið sé ekki að fá stærri lax, heldur að koma í veg fyrir að hann hverfi. Hann getur þess að enn veiðist stórir laxar í ám á Vestur-Jótlandi en víða annars staðar í Evrópu fari þeim fækkandi.

Gert er ráð fyrir að rannsókninni ljúki 2019. Verði niðurstöðurnar þær að stórum löxum sé hætta búin þarf mögulega að breyta veiðikvótanum, að mati prófessorsins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×