Handbolti

Danir með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Egyptum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lasse Svan gerði sex mörk í kvöld.
Lasse Svan gerði sex mörk í kvöld. vísir/epa
Danir halda áfram góðum leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi en liðið vann Egyptaland, 35-28, í handknattleik í kvöld.

Liðið er því með fullt hús stiga eftir sigurleiki gegn Argentínumönnum og Egyptum.

Danir höfðu yfirhöndina allan leikinn en staðan var samt sem áður 14-13 fyrir nágrönnum okkar í hálfleik. Í þeim síðari komu Ólympíumeistararnir grimmir til leiks og gengu í raun frá Egyptum.

Lasse Svan var atkvæðamestu í danska liðinu og skoraði hann sex mörk en Yehia Elderaa var bestur í liðið Egypta og skoraði hann sex mörk.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari danska landsliðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×