Erlent

Danir lokuðu flugvöllum vegna hótana

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Danskir lögreglumenn loka aðgangi að Hróarskelduflugvelli.
Danskir lögreglumenn loka aðgangi að Hróarskelduflugvelli. vísir/epa
Loka þurfti tveimur flugvöllum og tveimur verslunarmiðstöðvum í Danmörku vegna sprengjuhótana í gær. Engar sprengjur fundust og starfsemin hófst aftur nokkru síðar. Lögreglan handtók 31 árs mann frá Slagelse vegna málsins.

Það voru flugvellirnir í Hróarskeldu og Árósumog verslunarmiðstöðvar í Hróarskeldu og Slagelse sem var lokað.

Sprengjuhótanir bárust einnig til sjúkrahúsa, skóla og fleiri verslunarmiðstöðva í Danmörku. Ekki var þó gripið til lokana víðar, enda þótti lögreglunni, þegar nánar var að gáð, ekki mark takandi á hótununum.

Hótanirnar komu að sögn lögreglunnar allar frá sama sendandanum.

„Það lítur út fyrir að þetta hafi komið frá sama tölvupóstfanginu, þannig að væntanlega er þetta sami einstaklingurinn sem situr og dælir þessum sprengjuhótunum út um allt land,“ var eftir lögreglunni á vef danska ríkisútvarpsins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×