Erlent

Danir framlengja landamæraeftirlit

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Danir hertu eftirlit við þýsku landamærin 4. janúar síðastliðinn, á sama tíma og Svíar hertu eftirlit með dönsku landamærin.
Danir hertu eftirlit við þýsku landamærin 4. janúar síðastliðinn, á sama tíma og Svíar hertu eftirlit með dönsku landamærin. vísir/epa
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að framlengja eftirlit með landamærum sínum um þrjá mánuði, eða til 12. febrúar næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf fimm þjóðum heimild til þess að halda eftirlitinu áfram.

Þjóðirnar fimm eru, auk Danmerkur, Svíþjóð, Noregur, Þýskaland og Austurríki, en þegar hafa Svíar og Norðmenn ákveðið að framlengja eftirlitinu. Danir hertu eftirlit við þýsku landamærin 4. janúar síðastliðinn, á sama tíma og Svíar hertu eftirlit með dönsku landamærin.

Inger Støjberg, innflytjendamálaráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún sagðist afar sátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi eftirlit. „Á meðan það er ekkert eftirlit með ytri landamærum Evrópu, þá þurfum við sjálf að stýra því hverjir fá að fara yfir þau,“ sagði Støjberg í yfirlýsingunni.

„Það er enn hætta á að flóttamenn og innflytjendur, sem eru ekki með fullnægjandi persónuskilríki, ílengist í okkar landi ef þeir fá ekki að ferðast yfir til Svíþjóðar. Þess vegna er nauðsynlegt að halda landamæraeftirlitinu áfram,“ bætti hún við.

Mjög hefur dregið úr fjölda flóttafólks til Danmerkur frá því að landamæraeftirlit var hert. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 sóttu alls 5.300 manns um hæli í landinu, en á síðasta ári var heildarfjöldinn 21 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×