ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 16:28

Bjarni segist ekki missa svefn yfir skođanakönnunum

FRÉTTIR

Danir fengu ađeins 20 tíma hvíld

 
Handbolti
09:15 28. JANÚAR 2016
Dagur á línunni í gćrkvöld.
Dagur á línunni í gćrkvöld. VÍSIR/AFP

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni vegna fyrirkomulagsins á EM í Póllandi.

Það liðu aðeins 20 tímar frá leik Dana og Svía þar til Danir voru mættir í leikinn gegn Þjóðverjum í gær. Þjóðverjar fengu að hvíla sólarhring lengur og landsliðsþjálfari þeirra, Dagur Sigurðsson, fann til með Dönunum.

„Þar sem við fengum aukadaga til þess að hvíla okkur þá vorum við ferskari síðasta korterið í leiknum. Það er engin spurning að það hjálpaði okkur,“ sagði Dagur en hans lið hvíldi í þrjá daga fyrir leikinn.

„Það er erfitt að glíma við svona aðstæður. Danir gerðu fleiri mistök síðasta korterið en þeir gera venjulega. Þegar slíkt gerist er það oftar en ekki þreytu um að kenna.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Danir fengu ađeins 20 tíma hvíld
Fara efst