Körfubolti

Daníel tekur við Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari Njarðvíkur.
Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Vilhelm
Njarðvíkingar voru fljótir að ganga frá ráðningu nýs þjálfara eftir að ljóst var að Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson myndu ekki halda áfram með félagið.

Njarðvík tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að ráða Daníel Guðna Guðmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu tvegggja ára. Hann þjálfaði kvennalið Grindavíkur með góðum árangri í vetur.

Sjá einnig: Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið

Grindvík kom á óvart í úrslitakeppnina með því að vinna fyrstu tvo leiki sína gegn deildarmeisturum Hauka. Haukar báru þó sigur úr býtum í undanúrslitarimmu liðanna að lokum, 3-2.

Daníel er uppalinn Njarðvíkingur sem spilaði með yngri flokkum félagsins. Hann verður þrítugur síðar á þessu ári og er til að mynda fimm árum yngri en Logi Gunnarsson, ein helsta stjarna Njarðvíkurliðsins.

Sjá tilkynningu Njarðvíkur hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið

Teitur Örlygsson telur það ekki rétt að taka við aðalþjálfarastarfi Njarðvíkur eftir að Friðrik Ingi Ragnarsson hætti í fyrradag. Hann segir framtíðina óljósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×