Sport

Dana White: Ronda er líklega hætt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður sjónarsviptir af Rondu Rousey en arfleifð hennar lifir.
Það verður sjónarsviptir af Rondu Rousey en arfleifð hennar lifir. vísir/getty
Forseti UFC, Dana White, er kominn á þá skoðun að Ronda Rousey muni líklega ekki berjast aftur hjá UFC.

Ronda tapaði illa fyrir Amöndu Nunes um áramótin og margir spáðu því þá að hún myndi ekki snúa aftur í búrið.

White talaði við Rondu á dögunum og eftir það spjall er hann ekki bjartsýnn á að sjá Rondu aftur í búrinu.

„Ef ég ætti að miða við stöðuna núna þá myndi ég segja að hún mun ekki berjast aftur. Ég held að hún sé hætt. Hún mun ríða inn í sólarlagið og finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði White.

Bardagi Rondu gegn Nunes var hennar fyrsti bardagi í þrettán mánuði. Hún tapaði fyrir Holly Holm á undan og hafði ekki bætt sig neitt. Leit skelfilega út gegn Nunes og nú er væntanlega komið að leiðarlokum hjá henni í UFC.

„Hún er að spá í að flytja á kyrrlátan stað og koma sér aðeins úr sviðsljósinu. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Hún kom og breytti heiminum. Kom konum í MMA á kortið og setti ótrúleg met,“ sagði White.

MMA

Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.

Ánægja með áhorfið á UFC 207

Fyrstu tölur benda til þess að áhorfið á UFC 207 á næstsíðasta degi ársins hafi verið mjög gott þó svo það hafi verið mikil samkeppni í sjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×