FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Dana segist ekki hafa tekiđ beltiđ af Conor

 
Sport
10:30 02. DESEMBER 2016
Dana reynir ađ halda aftur af Conor á blađamannafundi.
Dana reynir ađ halda aftur af Conor á blađamannafundi. VÍSIR/GETTY

Það klóruðu sér margir í hausnum yfir atburðarrásinni er fjaðurvigtarbelti UFC var tekið af Conor McGregor.

UFC tilkynnti um daginn að beltið hefði verið tekið af Conor. Bráðabirgðameistarinn Jose Aldo væri orðinn meistari og að Max Holloway og Anthony Pettis myndu berjast um bráðabirgðabeltið.

Dana White, forseti UFC, hefur nú reynt að útskýra hvað UFC var að reyna að gera.

„Eftir að Conor vann beltið þá leyfði ég honum að berjast við Nate Diaz. Svo barðist hann aftur við Diaz. Svo vildi hann fara í léttvigtina og ég leyfði honum það líka. Þetta frysti fjaðurvigtina í heilt ár. Þarna var komin stífla og margir af ykkur blaðamönnum voruð reiðir yfir þessu,“ sagði Dana.

„Svona losa ég stífluna. Ég vildi að Aldo myndi keppa við Holloway um beltið en Aldo þurfti lengri tíma. Þá fannst mér ganga upp að gera Aldo að meistara og láta Holloway og Pettis berjast um bráðabirgðabeltið hans. Þegar Jose er tilbúinn mun hann berjast við Holloway eða Pettis.“

UFC sagði að Conor hefði gefið fjaðurvigtarbeltið frá sér en þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði að UFC hefði tekið það af honum. White segir að Kavanagh viti ekki allt um málið og að Conor hafi vissulega gefið beltið frá sér.

„Kavanagh er ekki með réttar upplýsingar. Hann veit ekki um allt sem er í gangi. Haldið þið að ég hafi tekið beltið af honum? Þett var ákvörðun Conors.“

Írinn málglaði hefur aldrei þessu vant ekkert tjáð sig um málið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Dana segist ekki hafa tekiđ beltiđ af Conor
Fara efst