MIđVIKUDAGUR 29. MARS NŢJAST 07:30

Brassar langfyrstir a­ tryggja sÚr sŠti ß HM og settu met

SPORT

Dana: Ůa­ ver­ur af ■essum bardaga

 
Sport
11:30 16. MARS 2017
Dana White og Conor McGregor.
Dana White og Conor McGregor. V═SIR/GETTY

Bardagi Floyd Mayweather og Conor MGregor verður líklegri með hverjum deginum og nú hefur forseti UFC, Dana White, sagt að hann telji að það verði af bardaganum.

„Ég trúi því að þeir muni berjast. Það verður erfitt að ná samningum með þessi stóru egó en það er bara svo mikið af peningum í húfi. Þess vegna get ég ekki ímyndað mér annað en að það verði af þessum bardaga,É“ sagði Dana hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien.

Ef af þessum risabardaga verður mun UFC fá stóra sneið af kökunni enda Conor á samningi hjá UFC og gerir ekki neitt nema með þeirra leyfi. UFC verður því að koma að málum.

Báðir aðilar eru gráðugir og vilja fá 100 milljónir dollara í sinn hlut. Það eru um 11 milljarðar króna. Conor yrði þó að láta UFC fá sinn skerf af þeirri upphæð.

Hermt var í vikunni að búið sé að taka T Mobile Arena í Las Vegas á leigu þann 10. júní fyrir bardagann. Ef það er satt eru samningaviðræður líklega lengra komnar en talið er.

Eins og margir þá hefur Dana trú á því að Conor geti gert Mayweather lífið leitt í boxbardaga.

„Conor er risastór. Hann er 27 ára og á hátindi ferilsins. Floyd er fertugur og hefur alltaf verið í vandræðum gegn örvhentum boxurum. Svo slær Conor ansi fast frá sér. Er hann hittir þá falla menn venjulega. Floyd mun ekki rota hann. Það er klárt. Ég er ekki að segja að Conor muni vinna en þetta verður mjög áhugavert,“ sagði Dana.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Dana: Ůa­ ver­ur af ■essum bardaga
Fara efst