Körfubolti

Damon Johnson fyrr og nú

Lengi lifir í gömlum glæðum. Það á svo sannarlega við í tilfelli Keflvíkingsins Damon Johnson.

Hann er nýorðinn 41 árs gamall og er þrátt fyrir háan íþróttaaldur enn í lykilhlutverki í liði Keflavíkur og hefur spilað frábærlega í vetur.

Hann spilaði fyrst á Íslandi árið 1996 og var þá fljótt í sérflokki og raðaði inn titlum með Keflavík. Það áttu ekki margir von á því að hann myndi bjóða upp á þá spilamennsku í vetur sem hann hefur skilað.

Garðar Örn Arnarson tók saman skemmtilega syrpu með Damon fyrr og nú. Það er síðan Queen sem leikur fyrir dansi.

Syrpuna má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×