Fótbolti

Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny var rekinn.
Danny var rekinn.
Daley Blind, leikmaður Manchester United og hollenska landsliðsins, er stoltur af því að hafa spilað undir stjórn föður síns með landsliðinu þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn um helgina.

Hollenska landsliðið er í mikilli lægð þessi misserin en liðið tapaði 2-0 fyrir Búlgaríu í undankeppni HM 2018 um helgina og er í fjórða sæti A-riðils, sex stigum á eftir toppliði Frakklands.

Þessi úrslit urðu til þess að Danny Blind, landsliðsþjálfari Hollands, var látinn taka pokann sinn en hann tók við liðinu af Guus Hiddink í miðri síðustu undankeppni þegar ljóst var að hollenska liðið væri ekki á leið á EM 2016.

Daley Blind spilaði 90 mínútur undir stjórn föður síns í síðasta landsleik Danny með liðið og hann er stoltur af gamla manninum þrátt fyrir dapra daga sem þjálfari eins sögufrægasta fótboltalandsliðs heims.

„Það var algjör draumur að vinna saman sem faðir og sonur með landsliðinu. Þú skoraðist ekki undan ábyrgð og gafst aldrei upp. Ég er stoltur af þér,“ segir Daley Blind í Instagramfærslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×