Erlent

Dagurinn lengist með hverri öld sem líður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jörðin.
Jörðin. Vísir/Getty
Vísindamenn sem rannsakað hafa snúning Jarðar hafa komist að því að með hverri öld sem líður lengist sólarhringurinn. Orsakirnar má rekja til þess að smám saman hægist á snúningi jarðar.

Tíminn sem um ræðir verður þó vart mældur í klukkutímum. Eftir að hafa borið saman og rannsakað gögn þrjú þúsund ár aftur í tímann telja vísindamenn sig geta sagt að sólarhringurinn lengist um tvær millisekúndur með hverri öld sem líður.

Margir kvarta undan því að tíminn líði of hratt og að stundum sé þörf á auka klukkutíma á hverjum degi. Haldi Jörðin að hægja á sér með sama hraða og nú má reikna með að þeir sem hafi þörf á því fái þennan auka klukkutíma eftir um tvö hundruð milljón ár.

Nánar má lesa um rannsóknir vísindamannanna á vef The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×