Innlent

Dagurinn gekk vel hjá björgunarsveitunum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Snjódýpt hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík í febrúar.
Snjódýpt hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík í febrúar. Vísir/Vilhelm
Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, gekk dagurinn vel þrátt fyrir mikið fannfergi og ekki var ýkja mikið um útköll.

„Við hættum bara hérna upp úr hádegi á höfuðborgarsvæðinu og það er bara búið að vera rólegt eftir nóttina og morguninn,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn var gestur Helgarinnar á Bylgjunni fyrr í dag en þar biðlaði hann til almennra borgara að halda sig heima vegna snjóþyngslanna. Aðspurður um hvort hann telji að landsmenn hafi tekið leiðsögn hans telur hann að svo geti vel verið.

„Ég held að fólk sé nú bara að njóta þess að grafa upp bílinn sinn í rólegheitunum á þessum fallega sunnudegi og undirbúa sig fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn.

Á morgun tekur vinnu- og skólavikan við og því brýnni nauðsyn fyrir marga að fara út úr húsi en í dag. Þorsteinn segir að ef veðrið heldur áfram að vera milt ætti að ganga þokkalega fyrir sig fyrir borgaryfirvöld að ryðja götur bæjarins.    

„Við vonum bara það besta,“ segir Þorsteinn. 


Tengdar fréttir

Nýtt met í snjódýpt

Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×