Handbolti

Dagur velur 19 manna hóp - 18 koma til Íslands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Sigurðsson á stórt verkefni fyrir höndum í janúar.
Dagur Sigurðsson á stórt verkefni fyrir höndum í janúar. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, valdi 19 leikmenn í hópinn sem undirbýr sig nú fyrir HM í handbolta sem hefst í Katar í janúar.

„Hópurinn er blanda af ungum og eldri leikönnum þar sem einblínt er á varnarleikinn. Við höfum einbeitt okkur að honum síðustu mánuði,“ sagði Dagur Sigurðson þegar hópurinn var tilkynntur.

Æfingar hefjar hefjast 28. desember í Frankfurt, en annan janúar fer Dagur með 18 leikmenn til Reykjavíkur og spilar tvo æfingaleiki við Ísland 4. og 5. janúar í Laugardalshöllinni.

Eftir það spilar Þýskaland svo tvo leiki við Tékkland áður en haldið verður til Katar.

„Ég treysti þessum strákum algjörlega. Þeir hafa sýnt meira en nógu í þýsku 1. deildinni. Strákarnir eru tilbúnir fyrir HM,“ sagði Dagur.

Þýski hópurinn:

Markverðir:

Carsten Lichtlein (VfL Gummersbach), Silvio Heinevetter (Füchse Berlin), Andreas Wolff (HSG Wetzlar)

Vinstri hornamenn:

Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Matthias Musche (SC Magdeburg)

Vinstri skyttur:

Paul Drux (Füchse Berlin), Finn Lemke (TBV Lemgo), Stefan Kneer (Rhein-Neckar Löwen)

Leikstjórnendur:

Martin Strobel (HBW Balingen-Weilstetten), Tim Kneule (Frisch Auf Göppingen)

Hægri skyttur:

Steffen Weinhold (THW Kiel), Michael Müller (MT Melsungen), Jens Schöngarth (TuS N-Lübbecke)

Hægri hornamenn:

Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Johannes Sellin (MT Melsungen)

Línu og varnarmenn:

Patrick Wiencek (THW Kiel), Hendrik Pekeler (TBV Lemgo), Erik Schmidt (TSG Ludwigshafen-Friesenheim), Jacob Heinl (SG Flensburg-Handewitt)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×