Handbolti

Dagur valdi sautján manna hóp

Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni með þýska liðinu.
Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni með þýska liðinu. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að velja landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.

Þjóðverjar spila gegn Finnum heima þann 29. október og fara svo til Austurríkis og spila gegn liði Patreks Jóhannessonar 2. nóvember.

Timm Schneider, leikmaður Lemgo, er valinn í A-landsliðið í fyrsta skipti. Martin Strobel og Jacob Heinl snúa aftur á móti til baka í liðið eftir meiðsli.

Hópurinn:

Markverðir:

Silvio Heinevetter (Füchse Berlin), Carsten Lichtlein (VfL Gummersbach)

Aðrir leikmenn:

Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Michael Allendorf (MT Melsungen), Steffen Fäth (HSG Wetzlar), Timm Schneider (TBV Lemgo), Paul Drux (Füchse Berlin), Martin Strobel (HBW Balingen-Weilstetten), Sven-Sören Christophersen (TSV Hannover-Burgdorf), Steffen Weinhold (THW Kiel), Michael Müller (MT Melsungen), Fabian Wiede (Füchse Berlin), Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Tobias Reichmann (KS Vive Tauron Kielce), Patrick Wiencek (THW Kiel), Hendrik Pekeler (TBV Lemgo), Jacob Heinl (SG Flensburg-Handewitt)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×