Innlent

Dagur umkringdur kanadískum lögreglumönnum: Vetrarhátíðin kynnt

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/egill
Dagskrá Vetrarhátíðar var í dag kynnt en hátíðin verður haldin í 12. sinn dagana 5. – 8. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Vetrarhátíð samanstendur af sex meginviðburðum og þar undir eru samanlagt um 200 viðburðir. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skapa skemmtun í skammdeginu og gefa fólki tækifæri til að njóta menningar og samveru. 

Ekki kostar krónu á neina viðburði á hátíðinni en helstu styrktaraðilar Vetrarhátíðar eru Icelandair og Orka náttúrunnar.

Tveir meðlimir Konunglegu kanadísku riddaralögreglunnar voru í fullum skrúða á setningarathöfninni í tengslum við viðburðinn Edmonton calling. Edmonton í Kanada er gestaborg Vetrarhátíðar 2015 og af því tilefni munu listamenn frá Edmonton koma fram með íslenskum listamönnum á ljóðakvöldi og tónleikum á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×