MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ NÝJAST 19:45

Sex af strákunum okkar hafa skorađ á sínu fyrsta EM

SPORT

Dagur syngur og spilar í ţýska sjónvarpinu | Myndband

 
Handbolti
13:30 06. JANÚAR 2016
Dagur syngur og spilar í ţýska sjónvarpinu | Myndband

Þýskaland mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum um helgina en það verða síðustu leikir liðanna fyrir EM í Póllandi sem hefst síðar í mánuðinum.

Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, er sem kunnugt er þjálfari þýska liðsins og hefur farið vel af stað í starfi sínu.

Þýska ríkisstöðin ARD gerði á dögunum stutta heimildamynd um Dag sem verður sýnd á sunnudag en í henni er Dagur heimsóttur til Íslands. Í meðfylgjandi stiklu sést Dagur spila á gítar og syngja með Bjarka, bróður sínum - tónlistarmanni og fyrrum handboltamanni.

Myndin verður sýnd á ARD sunnudaginn 10. janúar klukkan 16:35 á staðartíma eða klukkan 15:35 á íslenskum tíma. Hún er tólf mínútna löng.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Dagur syngur og spilar í ţýska sjónvarpinu | Myndband
Fara efst