Handbolti

Dagur og félagar lögðu Patrek og félaga

Dagur Sigurðsson fagnaði sigri gegn Patreki Jóhannessyni og félögum í undankeppni EM.
Dagur Sigurðsson fagnaði sigri gegn Patreki Jóhannessyni og félögum í undankeppni EM. vísir/getty
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta höfðu betur gegn Patreki Jóhannessyni og hans lærisveinum í austurríska landsliðinu, 31-29.

Þjóðverjar leiddu nær allan leikinn en Austurríkismenn komust aðeins tvisvar yfir í leiknum, í stöðunni 1-2 og aftur í 10-11. Staðan í hálfleik var 14-13, Þjóðverjum í vil.

Fabian Wiede, leikmaður Fuchse Berlin, var markahæstur í liði Þjóðverja með 8 mörk en næstur honum kom Patrick Groetzki, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, með 7 mörk. Í liði Austurríkis var Raul Santos, leikmaður Gummersbach, langmarkahæstur með 8 mörk og næstu menn með fjögur.

Þjóðverjar og Spánverjar fóru upp úr 7. riðli, bæði með 10 stig, en Austurríki og Finnland sitja eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×