Körfubolti

Dagur Kár kominn heim | Hlynur og Tómas framlengdu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.
Dagur Kár í leik með Grindvíkingum. vísir/anton
Stjarnan samdi í dag við Dag Kár Jónsson en hann er þar með kominn aftur heim í Garðabæinn. Dagur gerði tveggja ára samning við Stjörnumenn.

Dagur Kár er uppalinn hjá Stjörnunni en gekk í raðir Grindvíkinga eftir að hann kom heim frá háskóla í Bandaríkjunum.

Óhætt er að segja að þetta sé mikill hvalreki fyrir Stjörnumenn að fá Dag Kár aftur heim enda einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar.

Dagur Kár er 23 ára gamall og var með 16,6 stig, 6,7 stoðsendingar og 3,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Hann var í öðru sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn deildarinnar.

Á blaðamannafundi Stjörnunnar var einnig greint frá því að lykilmennirnir Hlynur Bæringsson og Tómas Þóður Hilmarsson hefðu framlengt samningi sínum við félagið um tvö ár til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×