Innlent

Dagur furðar sig á ályktunarhæfni Guðna, Eggerts og Jónasar

Jakob Bjarnar skrifar
Dagur: Eins og fjölskyldan vilji fara í tjaldútilegu í Húsafell og því séu kostirnir Vestmannaeyjar eða Þórsmörk.
Dagur: Eins og fjölskyldan vilji fara í tjaldútilegu í Húsafell og því séu kostirnir Vestmannaeyjar eða Þórsmörk. visir/arnþór
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson klórar sér í kollinum nú þegar vika er síðan Rögnu-nefndin skilað niðurstöðum sínum varðandi framtíðaruppbyggingu flugvallar.

Dagur segir að umræðurnar um tillögur hennar, sem byggja á því að besti kosturinn fyrir innanlandsflug framtíðarinnar sé Hvassahraun, hafi að mestu verið uppbyggilegar. „Ekki hafa heldur komið fram rök sem hrekja þessa niðurstöðu,“ skrifar Dagur á Facebookvegg sinn nú í morgun. Og hann heldur svo áfram:

„En ég tek eftir því að ýmsir álitsgjafar, t.d. Guðni Ágústsson (Moggi), Eggert Skúlason (DV) og Jónas Haraldsson (Fréttatíminn) - allt dæmi úr blöðum dagsins segja allir (með nokkurri einföldun): „Ok, hér er komin tillaga um Hvassahraun. Það þýðir að valkostirnir eru Vatnsmýri eða Keflavík!" Ha? Fjölskyldan vill helst fara í tjaldútileigu í Húsafell, þannig að valkostirnir eru: Þórsmörk eða Vestmannaeyjar! Hvernig stendur á þessu?“

nú er vika síðan Rögnu-nefndin skilaði niðurstöðum sínum. Umræður um tillögur hennar um að flugvöllur í Hvassahrauni sé...

Posted by Dagur B. Eggertsson on 3. júlí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×