SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:35

Hófu skothríđ á skemmtistađ í Bandaríkjunum

FRÉTTIR

Dagur fagnađi međ íslenskum bjór í beinni útsendingu

 
Handbolti
20:29 27. JANÚAR 2016
Dagur fagnađi međ íslenskum bjór í beinni útsendingu
MYND/SKJÁSKOT

Þýska þjóðin fagnaði vel með Degi Sigurðssyni og hans mönnum í þýska landsliðinu eftir að það tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í Póllandi með sigri á Dönum, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar.

Eftir leikinn fór Dagur beint í viðtal við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzchmar í myndveri ARD-sjónvarpsstöðvarinnar og var haldið þar upp á sigurinn með kassa af bjór frá Einstök, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Dagur hefur verið duglegur að kynna leikmenn sína fyrir íslenskum drykkjar- og matvælum en í hann bauð sínum mönnum upp á Tommaborgara í æfingabúðunum í Berlín fyrir mótið.

„Mjög flott. Strákarnir verða hæstánægðir með þetta,“ sagði Dagur þegar hann þakkaði Kretzschmar fyrir gjöfina en viðtalið má sjá í heild sinni á heimasíðu ARD.


Wahnsinn. Halbfinale.

Posted by Stefan Kretzschmar on Wednesday, January 27, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Dagur fagnađi međ íslenskum bjór í beinni útsendingu
Fara efst