Handbolti

Dagur fær kveðjuleik í Berlín

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur heilsar Aroni Kristjánssyni, landsliðsþjálfara Íslands.
Dagur heilsar Aroni Kristjánssyni, landsliðsþjálfara Íslands. Vísir/Getty
Þýska handknattleikssambandið hefur tilkynnt að Þýskaland muni mæta Katar í æfingaleik sem fer fram í Berlín þann 13. mars.

Dagur Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari þýska landsliðsins en hann var lengi þjálfari Füchse Berlin. „Það verður afar sérstakt fyrir mig að fá að upplifa landsleik í Berlín,“ sagði Dagur sem hætti störfum í Berlín í vor.

Leikurinn fer fram í Max-Schmeling-höllinni í Berlín þar sem borgarbúum mun gefa tækifæri að kveðja Dag formlega eftir árin hans sem þjálfari Füchse Berlin.

„Dagur var mikill happafengur fyrir Füchse Berlin og er það nú fyrir þýska handknattleikssambandið,“ sagði Bob Hanning, maðurinn sem réði hann til Füchse Berlin á sínum tíma og er nú varaformaður þýska handknattleikssambandins.

„Landsleikurinn í Berlín er hin fullkomna kveðjustund fyrir Dag sem þjálfari Füchse Berlin. Það er líka gott að fá að mæta sterku liði fyrir umspil Ólympíuleikanna í apríl,“ sagði Hanning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×