Handbolti

Dagskrá FÍ deildarbikarsins milli jóla og nýárs er tilbúin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn fagna hér sigri sínum í fyrra.
Valsmenn fagna hér sigri sínum í fyrra. Vísir/Vilhelm
Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út dagskrá FÍ deildarbikars HSÍ en eins og undanfarin ár fer hann fram milli jóla og nýárs.

Leikirnir fara allir fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en það hefur skapast hefð fyrir því að deildarbikarinn fari fram þar.

Karlalið Aftureldingar var síðasta liðið til þess að tryggja sér sætið þegar liðið vann 28-26 sigur á ÍBV í Eyjum um helgina en við þessi úrslit höfðu liðin sætaskipti í töflunni.

Afturelding komst upp fyrir ÍBV og í 4. sætið en fjögur efstu liðin um jólin, í karla- og kvennaflokki, tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Í karlaflokki keppa því Haukar, Valur, Fram og Afturelding.

Í kvennaflokki keppa Grótta, ÍBV, Valur og Fram. Valur og Fram eru því með báða meistaraflokka sína í úrslitunum í ár.

Keppni fer fram sunnudaginn 27. desember og mánudaginn 28. desember. Undanúrslitaleikirnir fjórir fara allir fram á sunnudeginum og daginn eftir verður síðan spila til úrslita.

Karlalið Vals og kvennalið Fram unnu titilinn í fyrra og geta því bæði varið hann í ár.



Leikjadagskrá FÍ deildarbikarsins 2015



Sunnudagur 27. desember

Klukkan 12.00 - Undanúrslit kvenna

Grótta-Fram

Klukkan 14.00 - Undanúrslit karla

Valur-Fram

Klukkan 16.00 - Undanúrslit kvenna

Valur-ÍBV

Klukkan 18.00 - Undanúrslit karla

Haukar-Afturelding



Mánudagur 28. desember

Klukkan 18.30

Úrslitaleikur kvenna

Grótta/Fram - Valur/ÍBV

Klukkan 20.30

Úrslitaleikur karla

Valur/Fram - Haukar/Afturelding




Fleiri fréttir

Sjá meira


×