Íslenski boltinn

Dagný skorar bara þegar það skiptir máli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm
Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en hún skoraði tvö mörk í 6-0 sigri á Slóveníu í Lendava í gærkvöldi.

Dagný Brynjarsdóttir hefur nú skorað fjórtán mörk fyrir íslenska A-landsliðið og þessi mörk hafa komið í ellefu landsleikjum.

Íslenska landsliðið hefur unnið alla ellefu leiki sem Dagný Brynjarsdóttir hefur komist á blað en þar á meðal eru sigurmark í seinni umspilsleiknum við Úkraínu í baráttunni um sæti á EM 2013 og sigurmarkið á móti Hollandi í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.

Mark Dagnýjar í leiknum á móti Hollandi á Växjo Arena tryggði íslenska liðinu sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Dagný Brynjarsdóttir tilkynnti það eftir sigurleikinn í Slóveníu í gær að hún hafi ákveðið að spila með liði Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Portland Thorns sá sama dag á eftir bandarísku landsliðskonunni Alex Morgan til Orlando Pride.

Dagný Brynjarsdóttir passar svo sannarlega upp á að skora í réttu leikjunum því hún hefur bara skorað í alvöru leikjum til þess að landsliðsferlinum það er í leikjum í undankeppnum HM eða EM.

Dagný Brynjarsdóttir er komin með þrjú mörk í þremur fyrir leikjum Íslands í undankeppni EM 2017 og var einnig með þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum Ísland í síðustu undankeppni.

Dagný Brynjarsdóttir er þar með búin að skorað sex mörk í síðustu fimm alvöru leikjum íslenska kvennalandsliðsins og alls 10 mörk í 11 keppnisleikjum íslensku stelpnanna undanfarin tvö ár.

Síðustu fimm alvöru leikir Dagnýjar Brynjarsdóttur:

13.09.2014 3-0 sigur á Ísrael: 1 mark og 2 stoðsendingar

17.09.2014 9-1 sigur á Serbíu: 2 mörk

22.09.2015 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi: 1 mark

22.10.2015 4-0 sigur á Makedóníu: Skoraði ekki

26.10.2015 6-0 sigur á Slóveníu: 2 mörk


Tengdar fréttir

Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum

Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum.

Freyr: Stoltur af þeim

Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×