Fótbolti

Dagný skoraði og skrifaði síðan á íslenska fánann eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir skrifar á íslenska fánann eftir leik.
Dagný Brynjarsdóttir skrifar á íslenska fánann eftir leik. Mynd/Twitter/@hud87
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark Portland Thorns liðsins í æfingaleik á móti Houston Dash í nótt. Portland Thorns tapaði leiknum 2-1.

Dagný kom Portland Thorns í 1-0 á 79. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti liðsfélaga síns. Houston Dash svaraði með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútum og tryggði sér sigurinn. Dagný spilaði allar 90 mínúturnar í leiknum.

Þetta var þriðji leikur liðsins á þessu æfingamóti en Portland Thorns hafði áður unnið 3-0 sigur á Oregon State Beavers og tapaði 2-0 fyrir Seattle Reign FC. Dagný spilaði allan sigurleikinn en fyrst 79 mínúturnar í tapleiknum.

Dagný er að fara að hefja sitt fyrsta tímabil í bandarísku atvinnumannadeildinni með Portland Thorns en hún lék með Selfoss og Bayern München í fyrra eftir að hún útskrifaðist úr Florida State.

Sjá einnig:Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið

Dagný hitti Kirsten Ailsasdóttir eftir leikinn og Kirsten fékk landsliðskonuna til að skrifa eiginhandaráritun sína á íslenska fánann sem Kirsteb var með í stúkunni. Dagný varð við því og Kirsten Ailsasdóttir þakkaði henni fyrir á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.  

Næst á dagskrá hjá Dagnýju er að fara að keppa með íslenska kvennalandsliðinu í Hvíta-Rússlandi en þar fer fram leikur í undankeppni EM 12.apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×