Fótbolti

Dagný og stöllur hennar enn ósigraðar á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný spilaði síðustu 21 mínútu leiksins.
Dagný spilaði síðustu 21 mínútu leiksins. mynd/facebook-síða portland
Portland Thorns er enn á toppnum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta (National Women's Soccer League) eftir 2-0 sigur á Chicago Red Stars í uppgjöri toppliðanna í nótt.

Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 69. mínútu fyrir frönsku landsliðskonuna Amandine Henry sem er nýkomin til Portland.

Portland-liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 6. mínútu kom kanadíska markamaskínan Christine Sinclair því yfir með sínu þriðja marki á tímabilinu.

Danski framherjinn Nadia Nadim bætti svo öðru marki við á 25. mínútu og kom Portland í góða stöðu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og lokatölur 2-0, Portland í vil.

Eftir leikinn í nótt eru Dagný og stöllur hennar með 20 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Chicago. Portland er eina ósigraða liðið í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×