Fótbolti

Dagný kom inná og bjargaði málunum | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagný fagnar marki í leik með Bayern.
Dagný fagnar marki í leik með Bayern. vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir var á skotskónum fyrir Portland Thorns í bandarísku NWSL-deildinni í knattspyrnu, en Dagný og félagar í Portland eru taplausar á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Orlando Pride.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Dagný byrjaði á bekknum hjá Portland. Jasmyne Spencer kom Orlando yfir á 67. mínútu og allt stefndi í fyrsta tap Portland í deildinni.

Dagný var his vegar skipt inná á 71. mínútu og sjö mínútum síðar hafði hún jafnað metin fyrir Portland með glæsilegu marki. Hún fékk þá sendingu inn fyrir og sýnd styrk sinn og hraða í baráttu við varnarmann Orlando og kom boltanum skemmtilega í netið.

Íslendingurinn átti einnig þátt í sigurmarki Portland, en hún spilaði stóra rullu í sókninni. Markið skoraði Lindsey Michelle Horan í uppbótartíma og tryggði Portland mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Portland er nú á toppi deildarinnar með 23 stig eftir ellefu leiki, en þær hafa unnið sex leiki og gert fimm jafntefli. Þær eru fimm stigum á undan Western New York Flash, en þær eiga leik til góða.

Orlando Pride er í sjötta sæti deildarinnar með fimmtán stig, en þú getur séð markið hennar Dagnýjar hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×