Innlent

Dagný hættir sem skólastjóri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni.
Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni.
Dagný Annasdóttir mun láta af störfum sem skólastjóri Melaskóla að eigin ósk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs sendi foreldrum nemanda í skólanum í dag. Starf skólastjóra verða auglýst laust til umsóknar á næstunni.

Verulegar væringar hafa verið innan starfsliðs skólans í vetur og var lagður fram undirskriftalisti kennara til skóla- og frístundasviðs nýlega þar sem meirihluti kennara fór fram á að annar skólastjóri yrði fundinn.

Í tilkynningunni sem Helgi Grímsson, svisstjóri skóla- og frístundasviðs, sendi foreldrum barna í skólanum segir að starfsfólk sviðsins muni vinna náið með starfsfólki skólans að áframhaldandi farsælu skólastarfi.


Tengdar fréttir

Gagnrýna einhliða og grimma umræðu

Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v

Kennarauppreisn í Melaskóla

30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×