Fótbolti

Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag.

Þar sakar Sigurður Ragnar landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson um að standa í vegi fyrir því að íslenskar landsliðskonur geti spilað í Kína. Freyr hafi sagt að það hafi áhrif á val hans í landsliðið.





Sigurður Ragnar segir að Freyr sé með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu og að hann sé á hálum ís með sínum málflutningi.

Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru leikmennirnir sem Sigurður vildi fá til Kína en fékk ekki. Báðar ákváðu að vera áfram hjá sínum liðum.

Hallbera sagðist í morgun vera ánægð hjá sínu félagi í Svíþjóð og bætti við að landsliðsþjálfarinn réði því ekki hvar hún spilaði.

Dagný, sem spilar í Bandaríkjunum, hefur nú einnig sagt að hún sé fær um að taka sínar ákvarðanir sjálf og sé ánægð í sínum toppklúbbi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×