FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Dagný: Ekki klukka á vellinum ţannig ég vissi ekki hvađ var mikiđ eftir

 
Fótbolti
08:00 03. MARS 2016

Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær þegar hún skoraði sigurmarkið, 2-1, í uppbótartíma.

Dagný kom inn af bekknum fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og tryggði stelpunum okkar þrjú stig á lokastundu.

„Það er alltaf mjög gaman að skora sigurmarkið. Þar sem það er ekki klukka á vellinum þannig maður vissi ekki hvað var mikið eftir en alltaf gaman að skora mark í uppbótartíma,“ sagði Dagný í viðtali við SportTV eftir leikinn.

Aðspurð hvort meiðsli hefðu verið þess valdandi að hún byrjaði á bekknum sagði Dagný svo ekki vera.


Sjáđu mörkin sem stelpurnar skoruđu í gćr:„Ég er spræk. Hann [Freyr Alexandersson] er bara mikið að rótera hópnum og gefa öllum tækifæri. Ég byrjaði á bekknum í þetta skiptið en vonandi fæ ég að byrja seinna í mótinu.“

Gunnhildur Yrsa fékk tækifærið í hennar stað og nýtti það vel. Stjörnukonan fyrrverandi skoraði fyrra mark leiksins.

„Hún stóð sig mjög vel. Henni var alls ekki skipt út af því hún var léleg heldur er bara verið að leyfa öllum að spila. Vonandi hélt ég gæðunum uppi þegar við skiptum,“ sagði Dagný og brosti.

Markmið íslenska liðsins er að vinna mótið: „Við eigum góðan séns á því. Við erum að spila við góðar þjóðir en ef við mætum klárar í alla leikina þá eigum við fullan séns á því að komast í úrslitin fyrst við fengum þrjú stig í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við SportTV.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Dagný: Ekki klukka á vellinum ţannig ég vissi ekki hvađ var mikiđ eftir
Fara efst