Erlent

Dætur B.B. King saka aðstoðarmenn hans um að hafa eitrað fyrir honum

Birgir Olgeirsson skrifar
B.B. King á tónleikum í París árið 1989.
B.B. King á tónleikum í París árið 1989. Vísir/AFP
Dætur blúsarans B.B. King halda því fram aðstoðarmenn tónlistarmannsins hafi eitrað fyrir honum.

Dætur Kings, þær Karen Williams og Patty King, halda því fram að að fjármálaráðgjafi blúsarans, LaVerne Toney, og aðstoðarmaður föður þeirra, Myron Johnson, hafi myrt föður þeirra. Þær hafa lagt fram gögn máli sínu til stuðnings og veitti lögmaður þeirra fréttaveitunni Associated Press aðgang að þeim gögnum.

Dánardómstjóri Clark-sýslu, John Fudenberg, framkvæmdi krufningu á tónlistarmanninum en hann sagði það geta tekið allt að átta vikur að úrskurða um dánarorsök.

Lögregluvarðstjóri í Las Vega, Ray Steiber, staðfesti í samtali við The Associated Press að dauði Kings væri til rannsóknar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×