Erlent

Dæmdur til sex ára þrælkunarvinnu í Norður-Kóreu

Bjarki Ármannsson skrifar
Matthew Miller mun afplána sex ára dóm í þrælkunarbúðum.
Matthew Miller mun afplána sex ára dóm í þrælkunarbúðum. Vísir/AP
Hæstiréttur Norður-Kóreu hefur dæmt bandarískan ríkisborgara á þrítugsaldri til sex ára þrælkunarvinnu fyrir að koma sér ólöglega inn í landið með það fyrir augum að stunda njósnir.

Frá þessu greinir AP. Matthew Miller er sagður hafa rifið vegabréfsáritun sína á flugvellinum í Pjongjang er hann kom til landsins þann 10. apríl síðastliðinn. Dómstóllinn sagði einnig að Miller hafi ætlað að „upplifa fangelsisvist til að kanna stöðu mannréttinda“ í landinu.

Þá verður bráðum réttað yfir hinum 56 ára Jeffrey Fowle, sem kom til Norður-Kóreu  í sumar og var handtekinn fyrir að skilja eftir Biblíu á skemmtistað utan höfuðborgarinnar. Enn annar Bandaríkjamaður, trúboðinn Kenneth Bae, afplánar um þessar mundir fimmtán ára dóm fyrir „fjandsamlega hegðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×