Innlent

Dæmdur í tíu ára fangelsi: Braut kynferðislega á átta ára drengjum og þroskahamlaðri konu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhannes Óli Ragnarsson kynnti eineltissamtökin til leiks í ágúst 2012.
Jóhannes Óli Ragnarsson kynnti eineltissamtökin til leiks í ágúst 2012.
Jóhannes Óli Ragnarsson, 32 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir frelsissviptingu, sifskaparbrot og kynferðisbrot gegn tveimur drengjum og kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu. Dómur var kveðinn upp í dag en hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms enn sem komið er. Brotin áttu sér öll stað á Akureyri.

Maðurinn nýtti sér andlega fötlun konunnar og neyddi hana til munnmaka. Varðar það brot á 2. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að það teljist til nauðgunar að notfæra sér „geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök.“

Maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan ágúst þegar hann var handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn drengjunum tveimur. Í greinargerðum lögreglu sem fylgdu endurteknum kröfum um gæsluvarðhald yfir manninum kom fram að maðurinn væri gefið að sök að hafa tælt tvo drengi inn í íbúð sína. Þeir voru þá í boltaleik utan við heimili hans.

Að sögn drengjanna kom maðurinn út og sakaði þá um að hafa sparkað bolta í bíl sinn. Hann mun hafa hótað drengjunum að hringja á lögregluna nema að þeir kæmu með honum inn og ræddu málið.

Læknisskoðun leiddi í ljós að báðir drengirnir voru með áverka eftir rassskelli og kom fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að annar drengurinn hefði "einnig haft aðra áverka sem samrýmist sögu hans.Vísir/Getty
Fór með fingur og kynfæri í afturenda drengsins

Þegar inn var komið bar annar drengjanna því fram að maðurinn hefði girt niður um þá. Hinn drengurinn segir að maðurinn hafi skipað þeim að taka sjálfir buxurnar niður um sig. Þá mun hann hafa skipað drengjunum að rassskella hvor annan. Hann mun einnig hafa skipað drengjunum að slá hvorn annan fastar þar sem honum fannst höggin vera of létt. Maðurinn mun síðan hafa rasskellt þá sjálfur og slegið þá ítrekað með flötum lófa að því er fram kemur í vitnisburði drengjanna.

Annar drengurinn bar því við að maðurinn hefði sett kynfæri sín í munn hins drengsins. Þá hafi maðurinn borið olíu eða krem á rass drengsins sjálfs, farið þar fyrst með fingur inn en síðar kynfæri sín. Hinn drengurinn sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir rassskellingarnar.

Maðurinn bar við minnisleysi

Læknisskoðun leiddi í ljós að báðir drengirnir voru með áverka eftir rassskelli og kom fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að annar drengurinn hefði „einnig haft aðra áverka sem samrýmist sögu hans. Sá drengur staðhæfði einnig að drengirnir hafi ítrekað spurt sakborning hvort þeir mættu fara heim en hann sagt þeim að þegja.“

Sýslumaður taldi að miðað við frásagnir drengjanna og foreldra þeirra hafi drengirnir verið í um hálfa klukkustund inni hjá manninum. Maðurinn viðurkenndi að hafa rassskellt þá en bar við minnisleysi við skýrslutöku hjá lögreglu aðspurður um aðra hluti sem hefðu gerst í íbúðinni. Hann sagði þó drengina hafa fylgt sér í íbúðina sjálfviljugir.

Jóhannes Óli stofnaði árið 2012 eineltissamtökin Sólskinsbörn. Yfirlýst markmið samtakanna var að berjast gegn einelti en Jóhannes sagðist í viðtali við DV þekkja á eigin skinni hversu hrikalegt einelti getur verið.


Tengdar fréttir

Ákærður fyrir kynferðisbrot: Áfram í gæsluvarðhaldi

Aðalmeðferð í máli karlmanns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum lauk í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 14. nóvember, eða þar til dómur fellur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×