Innlent

Dæmdur í nálgunarbann vegna gruns um að nauðga sambýliskonu sinni ítrekað

Atli Ísleifsson skrifar
Við skýrslutöku tók konan fram að maðurinn hafi margoft nauðgað konunni og beitt hana líkamlegu ofbeldi án þess þó að hún hefði tilkynnt um slíkt til lögreglu.
Við skýrslutöku tók konan fram að maðurinn hafi margoft nauðgað konunni og beitt hana líkamlegu ofbeldi án þess þó að hún hefði tilkynnt um slíkt til lögreglu. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað sambýliskonu sinni ítrekað og beitt hana grófu ofbeldi. Manninum hefur verið gert að yfirgefa heimili þeirra.

Lögreglustjóra kveðst ljóst að um sé að ræða endurtekin brot af hálfu mannsins sem sýni ákveðið hegðunarmynstur hans gagnvart konunni. „Að mati lögreglustjóra sé brotaþoli trúverðug í frásögn. Þá beri frásögn og hegðun brotaþola merki um langvarandi og grófa misnotkun kærða og virðist hún halda nokkrum hlífiskildi yfir honum og sýna honum jafnvel meðvirkni,“ segir í dómnum. Þá virðist konan óttast viðbrögð mannsins við aðkomu lögreglu í þeim málum sem séu til rannsóknar.

Við skýrslutöku tók konan fram að maðurinn hafi margoft nauðgað konunni og beitt hana líkamlegu ofbeldi án þess þó að hún hefði tilkynnt um slíkt til lögreglu. „Hafi hún sagt að þó væri þekkt í vinahópi þeirra að hann þröngvaði henni til samræðis hvenær sem hann kysi svo, og státaði sig jafnvel af því sjálfur í áheyrn annarra.“

Hæstiréttur staðfestir að maðurinn skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði og er lagt bann við því að hann komi að eða sé við svæði sem afmarkast af 50 metra radíus mælt frá miðju húss þeirra. Þá er honum bannað að veita konunni eftirför, heimsækja eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við konuna, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×