Fótbolti

Dæmdur í fangelsi fyrir að skalla andstæðing í leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brandao (með boltann) og Motta í umræddum leik.
Brandao (með boltann) og Motta í umræddum leik. Vísir/AFP
Brasilíumaðurinn Brandao var í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að skalla Thiago Motta, miðjumann  PSG, í leik í frönsku úrvalsdieldinni þann 16. ágúst.

Brandao leikur með Bastia og var einnig sektaður um 20 þúsund evrur, um þrjár milljónir króna. Áður hafði franska knattspyrnusambandið dæmt hann í sex mánaða bann.

Lögmaður Brandao sagði eftir dómskvaðninguna í dag að hann teldi líklegast að Brandao þyrfti ekki að fara í fangelsi og gæti tekið út refsingu sína með því að sinna samfélagsþjónustu. Fangelsisdómurinn er þó ekki skilorðsbundinn.

Brandao segir að Motta hafi ítrekað móðgað sig á meðan umræddum leik stóð og haft niðrandi orð bæði um hann og fjölskyldu hans. Hann sá þó eftir gjörðum sínum en Motta nefbrotnaði þegar hann var skallaður af sóknarmanninum.

Brandao getur byrjað að spila með liði sínu á nýjan leik þann 22. febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×