FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Dćmdur í 30 leikja bann

 
Sport
23:00 02. MARS 2016
Aroldis Chapman.
Aroldis Chapman. VÍSIR/GETTY

Kastari New York Yankees, Aroldis Chapman, mun missa af fyrstu 30 leikjum Yankees á næstu leiktíð.

Deildin var að dæma hann í þetta langa bann og það án launa. Hann verður af rúmlega 220 milljónum króna á meðan hann bíður eftir að fá að spila.

Bannið fær Chapman fyrir að skjóta af riffli í bílskúr sínum í Flórída. Hann var einnig ásakaður um að hafa reynt að kyrkja kærustu sína en því neitar kastarinn.

Chapman ætlar ekki að áfrýja banninu. Hann nær alveg nokkrum leikjum á næsta tímabili enda er tímabilið 162 leikir.

„Ég vil taka það skýrt fram að ég meiddi kærustuna mína ekki á nokkurn hátt. Engu að síður hefði dómgreind mín í öðrum málum átt að vera betri og ég biðst afsökunar á því,“ sagði Chapman í yfirlýsingu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Dćmdur í 30 leikja bann
Fara efst