Innlent

Dæmdur fyrir vörslu fíkniefna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Liðlega þrítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni í sölu- og dreifingarskyni í maí síðastliðnum.

Á heimili hans í Hafnarfirði fundust átta kannabisplöntur, tæpt kíló af maríjúana og tæp tvö kíló af kannabislaufum en maðurinn hafði um nokkurt skeið ræktað greindar plöntur.  Þá fundust jafnframt fimm lampar, straumbreytir, loftblásari og tjald sem lögregla lagði hald á.

Maðurinn játaði skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru en neitaði því að fíkniefnin sem fundust á heimili hans hafi verið í sölu- eða dreifingarskyni. Hann neitaði jafnframt að það magn af maríjúana og kannabislaufum væri rétt eins og það greinir í ákæru.  Hann fór því fram á að efnin yrðu endurvigtuð en var því hafnað af ákæruvaldinu.

Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki en hafði það ekki áhrif við ákvörðun refsingarinnar. Honum er því gert að greiða rúma milljón í málsvarnar- og sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×