Viðskipti innlent

Dæmdur fyrir að svíkja 16,6 milljónir króna undan skatti

ingvar haraldsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Kristinn Pálsson fyrir skattsvik
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Kristinn Pálsson fyrir skattsvik
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kristinn Pálsson í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að svíkja 16,6 milljóna króna undan skatt. Þar að auki hefur Kristinn fjórar vikur til að greiða 33,15 milljón króna sekt í ríkissjóð, ella sæta 12 mánaða fangelsi.

Kristinn er dæmdur fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum frá febrúar 2013 og virðisaukaskatti frá júní 2013 og fram á mitt ár 2014 vegna starfsemi einkahlutafélagsins KP verk. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í október 2014.

Kristinn játaði brot sín en hann hefur ekki hlotið dóm áður.


Tengdar fréttir

Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna

Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð.

Vísbending um aukin umsvif skattsvika

"Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×