Erlent

Dæmd í fangelsi: Hóf að skjóta vegna þess að beikonið gleymdist

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
vísir/getty
Kona frá Michigan í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í þriggja til sjö ára fangelsi vegna þess að hún hóf að skjóta á McDonalds veitingastað þegar að starfsmenn staðarins gleymdu í tvígang að setja beikon á borgarana hennar. Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári.

Samkvæmt AP-fréttaveitunni varð konan, sem er þrítug og heitir Shaneka Torres, reið í fyrstu þegar beikonið vantaði á hamborgar sem hún keypti í bílalúgu á McDonalds. Hún fékk fría máltíð vegna mistakanna en þá kom í ljós að beikonið hafði gleymst aftur. Þá öskraði hún á starfsmann staðarins, dró byssu upp úr veskinu sínu og hóf að skjóta af handahófi. Enginn slasaðist í atvikinu.

Á þriðjudag dæmdi Paul Sullivan dómari hana í eins til fimm ára fangelsi fyrir að skjóta á byggingu og við það bættust tvö ár vegna þess að hún hafði skotvopn undir höndum.

Torres segist sjá eftir atvikinu en að það sé „búið og gert.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×