Erlent

Dæmd fyrir morð á móðurinni

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Parið eignaðist dóttur í seinasta mánuði sem verður hjá móður sinni í fangelsi í tvö ár.
Parið eignaðist dóttur í seinasta mánuði sem verður hjá móður sinni í fangelsi í tvö ár. Vísir/Afp
Bandaríska parið Heather Mack og Tommy Schaefer hafa verið dæmd fyrir morð á móður konunnar. Mack hlaut tíu ára dóm en kærasti hennar var dæmdur í 18 ára fangelsi.

Sheila von Wiese-Mack var myrt á lúxushóteli á Balí í ágúst þar sem hún var í fríi ásamt dóttur sinni og kærasta hennar. Líki hennar var komið fyrir í ferðatösku sem fannst í leigubíl. Parið hafði látið starfsmenn hótelsins bera töskur sínar niður, en létu sig svo hverfa frá hótelinu. Þau voru handtekin degi síðar.

Schaefer sagðist hafa myrt konuna í sjálfsvörn eftir að hún gerði tilraun til að kyrkja hann. Saksóknari taldi þó að hann hafi framið morðið af yfirlögðu ráði þar sem móðir stúlkunnar lagðist gegn sambandi þeirra.

Mack, sem er 19 ára gömul, eignaðist dóttur í fangelsinu í síðasta mánuði. Samkvæmt lögum fær hún að hafa dóttur sína hjá sér í tvö ár, en eftir þann tíma þarf hún að setja hana í umsjá hjá öðrum aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×